Samfylking fjármagnsins

Punktar

Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa hækkað launatekjuskatt á fátæka. Án þess að hækka fjármagnstekjuskatt á ríka. Og án þess að stofna skattþrep fyrir hátekjufólk. Að baki liggur sannfæring Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde um, að sauðsvartum almúganum beri að borga mistök stjórnvalda. Hins vegar beri ekki að leggja harðar að þeim, sem betur mega sín. Þessi ákvörðun segir meira en margar grátræður Jóhönnu Sigurðardóttur um Samfylkinguna. Hún er flokkur fyrir hina ríku gegn hinum fátæku. Ekkert sem ráðamenn flokksins koma til með að bulla, getur trompað það, sem þeir gera, verja fjármagnið.