Þegar dagblöð fóru að eiga bágt fyrir mörgum árum, kom séð-og-heyrt væðing til bjargar. Fóru að fjalla um bágindi erlends frægðarfólks. Mogginn var í broddi fylkingar. Síðan fóru fjölmiðlar líka að tala um bágindi innlends frægðarfólks. Til varð sérstakur fjölmiðill um það efni og dafnar vel. Nú hafa pólitíkusar og bankastjórar í erfiðleikum einnig séð-og-heyrt væðzt. Koma í fjölmiðla til að tala um persónuleg vandræði. Tilgangurinn er að draga athygli frá frammistöðu sinni á opinberum vettvangi. Athyglisvert verður að fylgjast með framvindu þessarar tegundar séð-og-heyrt væðingar.