Fyrir nokkrum áratugum var ég hallur undir kenningar frjálshyggju. Taldi frjálsan markað vera margra meina bót. Enda byrjaði ég blaðamennsku á tíma Eysteinskunnar og fylgdist með árangri Viðreisnarinnar. Munurinn á mér og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var, að ég taldi frjálshyggju marga meina bót, en Hannes taldi hana allra meina bót. Eftir því sem árin liðu, náðu fleiri markmið frjálshyggju fram að ganga. Hún fór hins vegar út af sporinu í kjölfar einkavinavæðingar bankanna. Í framhaldi hefur komið í ljós, að ýmis vandræði fylgja of hart keyrðri frjálshyggju. Til dæmis þjóðarhrun.