Algengasta röksemdafærsla Íslendinga felst í að tala um andstæðing umfram málefni. Á gömlu tungumáli rökfræðinnar heitir það “reductio ad hominem”. Má þýða sem yfirfærsla að persónu. Í stað þess að ræða málsefni tala menn um málsaðila. Ráðast á óviðkomandi atriði í sögu eða skoðunum andstæðings og yfirfæra það á málsefnið. Kjallaragreinar eru fullar af þessu og bloggið enn frekar. Margir bloggarar þekkja enga aðra aðferð við að höndla ágreining. Yfirfærsla að persónu felur raunar í sér, að rugludallarnir breyta bara umræðuefni. Fullyrða í rauninni: “Jón segir A, Jón er vondur, A er vont.”