Loksins endurreistur

Punktar

Kaþólska kirkjan færir sig í rykkjum fram í nútímann. Ratzinger páfi sættir sig ekki við homma. Telur þá meiri vanda en umhverfisvandann. En hann er orðinn sáttur við Galileo Galilei eftir fjórar aldir. Galilei smíðaði sjónauka og hélt síðan fram, að jörðin snerist um sólina. Urban VIII vildi ekki samþykkja og þvingaði Galileo til að draga það til baka. Sagan segir Galileo þá hafa tautað: “Og hún snýst samt”. Nú birtast í L’Osservatore Romano greinar um ágæti Galileo og kenninga hans. Tvær slíkar birtust á mánudaginn. Formlega var Galileo endurreistur á kirkjuráðstefnu í nóvember.