Vesturlönd fara halloka í heiminum fyrstu ár þessarar aldar. Síðasta öld var bandaríska öldin, en síðan hafa völd og áhrif Bandaríkjanna þorrið. Sjálft þjóðskipulagið, sem Bandaríkin gáfu heiminum, hnattvæddur markaðsbúskapur, riðar til falls. Stríð Bandaríkjanna tapast eitt af öðru, allt frá Víetnam, yfir til Íraks og Afganistans. Rússar rífa meiri kjaft en nokkru sinni fyrr og Kínverjar ráða gengi dollarsins. Þvert á skoðanir spámannsins Francis Fukuyama hefur veraldarsagan ekki komizt á vestrænan leiðarenda. Allt það, sem okkur var áður kennt, hefur snúizt í upp í andstæðu sína. Líka Ísland.