Óbærilega ólæsilegar

Fjölmiðlun

Fréttablaðið tók afgerandi forustu í þjónustu um helgina. Það kom út bæði laugardag og sunnudag meðan Mogginn var enn í fríi. Prentsmiðja Moggans var opnuð til að koma út fríblaði, okkur að kostnaðarlausu. En áskriftarblaðið svaf værum svefni. Þetta segir meira en nokkrar yfirlýsingar um ágæti mismunandi dagblaða. Fríblaðið hefur tekið við af áskriftarblaðinu, þjónar okkur betur. Þegar Fréttablaðið tekur upp ígildi minningargreina, hættir Kristín að kaupa dagblað, sem ég þarf ekki. Kaldhæðnislegt er, að Mogginn skuli enn skrimta dauflega í krafti óbærilega ólæsilegra minningargreina.