Óhreinlyndi er einkenni ríkisstjórnarinnar. Hún er óheiðarleg við landsmenn. Hún lofar og lofar, en gerir hið gagnstæða. Hún lofar aukinni velferð, en minnkar hana í raun. Fullyrðir margt um samskiptin við útlönd, en treystir sér samt ekki til málaferla. Það stafar af óhreinu mjöli í pokahorninu. Samskipti hennar við Seðlabankann eru með ólíkindum. Ríkisstjórnin sigldi þjóðarskútunni í strand fyrir nokkrum mánuðum, en hefur enn ekki gert upp skaðann. Hún lætur engan axla ábyrgð. Hún hefur engan dug sýnt til að koma skútunni á flot aftur. Hún streittist við það eitt að sitja. Nú er það búið.