Veldu úr 560 bloggurum

Fjölmiðlun

Til að fá eitthvað af viti úr bloggi, þarftu að velja og hafna. Bezt er að halla sér bara að þeim, sem skrifa undir fullu nafni. Það er lítill hluti bloggara og eru nánast þeir einu, sem blogga skynsamlega. Á blogg.gattin.is geturðu fundið um 560 nafngreinda bloggara íslenzka. Þar sem um 200 þeirra blogga daglega, er þetta of langur listi. Farðu heldur í nafnalistann þar og hakaðu við þá, sem þú vilt lesa. Þannig hef ég valið 63 nafngreinda bloggara og get þannig lesið á einum stað allt blogg, sem ég tel máli skipta. Svo fer ég í lista nýrra bloggara, les þá og haka við, ef þeir virðast eiga erindi.