Endurbætt heimasíða

Fjölmiðlun

Vegna umferðarstöppu á blogginu mínu hefur það verið fært á hraðgengari og öflugri netþjón. Jafnframt hefur því verið örlítið breytt. Einkum er leitin betri en hún var, leitar nú eftir orðhlutum í rúmlega tíu þúsund greinum allt frá 1973. Hún leitar eftir tímabilum og raðar yngstu eða elztu greinum fremst. Aðgengilegra er að finna sérefni á borð við veitingarýni, erlendar ferðalýsingar, efni um fjölmiðlun og um hesta. Reiðleiðabankinn er inni og vonandi fer síðar inn aftur hrossaræktarbankinn, sem datt út fyrir tveimur árum. Það verður þá umfangsmesti hluti bankans og sá dýrasti í rekstri.