Annað íslenzka lýðveldið

Punktar

Tillögur Njarðar Njarðvík eru góðar um að leysa fyrsta íslenzka lýðveldið af hólmi með lýðveldi númer tvö. Hann vill leysa þingið upp, skipa neyðarstjórn til tólf-sextán mánaða. Hún geri upp fortíðina og dragi menn til ábyrgðar. Einnig semji hún stjórnarskrá fyrir annað íslenzka lýðveldið, sem yrði borin undir atkvæði árið 2010. Aðrar þjóðir hafa haft fleiri en eitt lýðveldi. Frakkar, höfundar lýðræðis, búa nú við það fimmta. Eini gallinn við tillögur Njarðar er, að einhver þarf að framkvæma þær. Ríkisstjórnin hefur límt sig fast við stólana. Þær ná því ekki fram að ganga nema með byltingu fólksins.