Ráðherra auglýsir froðu

Punktar

Össur Skarphéðinsson er ósáttur við, að fjölmiðlar setja froðusnakk hans um frumkvöðla í eindálk. Hann þykist vera með ráðagerðir um, að hjálpa ungu fólki með frábærar hugmyndir. Við höfum oft heyrt vaðal af þessu tagi og bíðum bara eftir efndum og árangri. Siðferðilega og málefnalega gjaldþrota ríkisstjórnir framleiða ekki nýtt atvinnulíf. Meðan málið er ekki komið lengra en á pappír í ráðuneyti, er það varla eindálks virði. Allra sízt þurfa fjölmiðlar að spá jákvætt í froðu ráðherra þessarar ríkisstjórnar. Össur á bara að segja af sér. Sama gildir um aðra ráðherra. Strax í dag.