Kristinn tvístrar atkvæðum

Punktar

Rétt fyrir lok skilafrests bauð Kristinn Örn Jóhannesson sig til formanns VR. Þar með tvístrar hann atkvæðum andstæðinga Gunnars Páls Pálssonar. Þeir höfðu áður boðið fram Lúðvík Lúðvíksson með góðum fyrirvara. Sóknin verður mjög erfið vegna stuðnings kerfis VR við Gunnar Pál bankakóngavin. Með því að bjóða sig fram hefur Kristinn Örn líklega tryggt Gunnari Páli sigur. Út um þúfur fara tilraunir til að losa VR við mikla plágu. Siðleysinginn verður áfram við völd í félagi, sem heitir Virðing Réttlæti (sic). Og í lífeyrissjóði þess. Því miður fyrir almúgann.