Árið 1993 lagði ég til, að Ísland gengi í Evrópusambandið. Fyrir sextán árum. Hef ítrekað það oftar en 200 sinnum. Tel til dæmis, að hér hefði ekki orðið neitt hrun, ef við hefðum verið í sambandinu. Mér finnst samt ekki tími til þess akkúrat núna að ræða Evrópu. Við skulum einbeita okkur að líðandi stund. Fyrst þurfum við að koma ríkisstjórninni frá. Svo að hægt sé að reka banka- og embættismenn og hefja björgunarstörf. Fjármál ríkisins eru líka í slíku skralli, að þau fullnægja ekki skilyrðum sambandsins. Við skulum því fresta Evrópuumræðu fram yfir innra uppgjör í næstu kosningum.