“Fleiri áttu að veðja gegn krónu”, sagði Ásgeir Jónsson spámaður á forsíðu Fréttablaðsins. Ásgeir var spámaður gamla Kaupþings og er nú spámaður nýja Kaupþings. Fyrir hrunið var hann vildargreinandi fjölmiðla. Þar dásamaði hann gang mála nánast daglega. Nýja Kaupþing kaus að hafa hann áfram sem forstjóra greiningardeildar bankans. Partur af vangetu bankans. Hins vegar skil ég ekki, að fjölmiðlar skuli enn birta spádóma forstjórans og viðtöl við spámanninn. Hafa þeir ekki fattað hrunið? Ég held, að siðferðið sé ekki í lagi á blaði, sem slær upp, að “fleiri áttu að veðja gegn krónu”.