Niðurstaða hvítþvottar

Punktar

Hvítþvottarnefnd Alþingis er hluti af gamla settinu. Sem telur, að ríkið hafi alltaf rétt fyrir sér. Og pupullinn sé til óþurftar. Ég hef enga trú á, að nefndin komist að neinni niðurstöðu, sem máli skiptir. Mér sýnist, að margir hafi væntingar í garð nefndarinnar. Ég held, að þeir verði fyrir vonbrigðum, þegar upp verður staðið. Niðurstaða nefndarinnar verður, að hún finni ekki næg frumgögn til að fullyrða neitt. Augljóslega hafi sitthvað misfarizt illa, en ekki sé hægt að persónugera vandann. Þetta heitir hvítþvottur og hann verður niðurstaðan. Í nefndina bar að skipa útlendinga.