Ljóst er, að bönkunum þremur var stjórnað af glæpamönnum og landráðamönnum. Ljóst er líka, að þríeyki hrunsins, Geir Haarde, Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafði fyrirfram vitneskju. Þau vissu í apríl, að hrun væri óhjákvæmilegt. Þau sögðu ekki þjóðinni frá, ef til vill af gáleysi. En landráð eru landráð, þótt þau séu landráð af gáleysi, samkvæmt skilgreiningu Njarðar Njarðvík prófessors. Ekkert hrun hefði verið, ef þau hefðu staðið sig á vaktinni. Allt pakkið ætti að vera farið fyrir löngu frá völdum. Nú skiptir það eitt máli að losna við martröðina: Geir, Davíð og Ingibjörgu.