Ari Edwald á Stöð 2 hefur lítinn skilning á blaðamennsku. Í tvö ár hefur hann reynt að byggja upp huldumanninn Frey Einarsson. Sá hefur það verkefni að breyta Stöð 2. Úr óhlutdrægri stöð með áhuga á pólitík í stuðningsstöð ríkisstjórnarinnar með drottningarviðtölum við braskara og hægri pólitíkusa. Kippt er burt úttektum á pólitík. Í staðinn koma súkkulaðiviðtöl við Bjarna Benediktssson. Sagt er upp hæfum blaðamönnum, fyrst Sölva Tryggvasyni og nú Sigmundi Erni Rúnarssyni. Inn koma blaðafulltrúar frá Bónushringnum. Stöð 2 tekur nú við því hlutverki Moggans að verja hagsmuni auðs og valda.