Geir Jón ofsækir blaðamenn

Fjölmiðlun

Lögreglustjórarnir í Reykjavík, Stefán Eiríksson og Geir Jón Þórisson, beina nú reiði sinni einkum að blaðamönnum og ljósmyndurum. Löggunni hefur verið skipað að úða gasi beint framan í þá, sem eru að safna fréttum. Það sést vel á ljósmyndum og myndskeiðum. Félag blaðamanna hefur kvartað yfir þessu. Líklega eru þetta venjuleg viðbrögð fasista við fréttum. Stefán og Geir eru ósáttir við, að blaðamenn og ljósmyndarar birti efni, sem sýnir lögguna í óhagstæðu ljósi. Sem stingur í stúf við ósannar fullyrðingar löggustjóranna. Geir Jón er orðinn æstur í tali, telur þjóðina vera að ráðast á lögguna.