Örlög Samfylkingarinnar eru ráðin. Fárveikur formaður hennar ætlar að sitja sem fastast til vors. Það eru skelfilegar fréttir. Ég held hún sé ekki með réttu ráði. Ekkert verður gert af viti í björgunaraðgerðum fyrr en þessi versta stjórn allra tíma er komin frá. Hún nýtur einskis trausts. Allt, sem hún gerir, verður skilið á versta veg. Flokksfélög í Reykjavík og víðar óska eftir stjórnarslitum strax og kosningum í apríl. Samt er það fárveiki formaðurinn, sem ræður aleinn. Það sýnir okkur, hvílík gólftuska flokkurinn er. Hann á ekkert betra skilið en að deyja í aprílkosningunum.