Flokksfólkið vill stjórnarslit. Formaðurinn einn hafnar stjórnarslitum. Hún ræður, ekki fólkið í flokknum. Í stað þess að bera höfuðið hátt í aprílkosningum verður Samfylkingin áfram að hengja haus. Hún er samábyrg fyrir hruninu, fyrir ótrúlegum sofandahætti fyrir hrunið og ráðlausu fálmi eftir það. Í kosningunum neyðist Samfylkingin til að verja tveggja ára stjórnarsetu sína og getur það alls ekki. Hún fer niður fyrir 10%. Það er nefnilega ábyrgðarhluti að halda áfram samstarfi, sem skaðar þjóðina. Og inngrip formannsins skaðar mest Samfylkinguna sjálfa. Hvílík heimska.