Þjóðin hefur í tæpa fjóra mánuði beðið Björgvin Sigurðsson um að segja af sér. Hann sagðist samt í dag ekki hafa orðið fyrir neinum þrýstingi. Hvernig getur það staðizt, fylgist hann ekkert með? Málið er, að helztu pólitíkusar landsins telja bara klíkuna, fílabeinsturninn, þegar þeir tala um þjóðina. Um það bil hundrað manns líta hver á annan sem hluta af þjóðinni. Pupullinn er ekki talinn með. Hvað eftir annað kemur í ljós, að ráðherrar vita lítið sem ekkert um, hvað þjóðin hugsar. Ingibjörg Sólrún gengur lengst, hlustar bara á sjálfa sig. Það verður mikil landhreinsun, er við losnum við klíkuna.