Verðlaust ráðherraleyfi

Punktar

Einar Guðfinnsson hefur ekki leyfi til að skuldbinda ný stjórnvöld í heilt kjörtímabil. Leyfi hans til hvalveiða fram til 2013 verður afturkallað um leið og ný stjórn tekur við. Sú stjórn, sem Einar situr í, hefur sagt af sér. Ráðherrarnir gömlu hafa ekki annað hlutverk en að passa sjoppuna. Ekki til að taka afdrifaríkar ákvarðanir, sem eru á verksviði nýrra ráðherra. Hins vegar veit ég, að Einar kann ekki mannasiði. Hvalveiðileyfi hans staðfestir það. Þetta leyfi hans er ekki túkalls virði. Geir Haarde kann mannasiði og ætti að klípa í eyrað á óknyttadrengnum.