Fjarri góðu gamni

Punktar

Undarlegt er, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli stýra myndun stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Sú er ekki einu sinni á samningafundunum með Steingrími Sigfússyni. Ingibjörg hefur með sér Össur frænda Skarphéðinsson og Lúðvík Bergvinsson. Skipta þeir meira máli en væntanlegur forsætis? Þetta er móðgandi fyrir Jóhönnu. Er hún bara vinsæl puntudúkka? Ætlar Ingibjörg að ráða öllu? Getur hún ekki hamið sig? Varla er gæfulegt, að atburðarásinni skuli vera stjórnað af kontról-frík. Kringum slíkar persónur þrífst bara undirmálsfólk. Fær Jóhanna forsætis-djobbið innpakkað með silkislaufu?