Minni Sjálfstæðisflokksins hresstist við að lenda utan gátta. Þorbjörg Katrín Gunnarsdóttir fann í dag tvö frumvörp, sem fyrri ríkisstjórn hafði samið. Annað fjallar um skuldaaðlögun og hitt um greiðslu séreignasparnaðar. Bæði eru búin að vera til lengi. Verkkvíði og ákvarðanafælni flokksins höfðu falið þau í skúffum. Þegar nýja ríkisstjórnin boðaði ný frumvörp um málin tvö, mundi flokkurinn eftir gömlu plöggunum. Hyggst flytja þau í minnihluta. Þótt hann hefði ekki dug til að flytja þau í meirihluta. Hinn síðbúni áhugi er minnisvarði um verkkvíðna og vanhæfa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.