Ögmundur Jónasson var eini ráðherrann, sem kom standandi niður í ráðuneyti sínu í gær. Hann gaf strax út dekret um að afturkalla síðustu dekret forvera síns í embætti. Hann hefur hraðann sem þarf í starfið. Hinir ráðherrarnir eru með múður af ýmsu tagi, segjast vera að skoða mál. Davíð Oddsson er enn í bankanum og Baldur Guðlaugsson er enn í fjármálaráðuneytinu. Enn er í gildi ósiðlegt dekret Einars Guðfinnssonar um hvali frá síðustu mínútum fráfarandi stjórnar. Almennt fær nýja ríkisstjórnin lága einkunn fyrir fyrsta daginn í embætti. Allir ráðherrarnir fá falleinkunn nema Ögmundur.