Ef gripahús eru opin, fara hestar inn til að éta hey eða sleikja saltsteina. Þegar þeir hafa fengið nægju sína, fara þeir út. Þótt þar sé stórhríð eða grenjandi rigning. Þeir vilja ekki vera inni, ef þeir eiga annars kost. Ég horfði á hestana á útigangi í hlíðínni fyrir ofan gripahúsið. Grenjandi lárétt rigning var, en spáð frosti. Heilbrigð skynsemi átti að segja hestunum að fara inn og þurrka sig. En þeir gerðu það ekki. Við urðum að fara út að smala þeim inn til að forða þeim frá hnjóskum. Húðsjúkdómi, sem stafar af sífelldum veðrabrigðum á útigangi á Suðurlandi.