Indriði ber af Baldri

Punktar

Faglegur embættismaður kemur í stað flokkspólitísks ráðuneytisstjóra. Indriði H. Þorláksson var áður ráðuneytisstjóri og ríkisskattstjóri. Hann er óumdeildur. Kemur í stað Baldurs Guðlaugssonar, sem var ráðuneytisstjóri Sjálfstæðisflokksins. Sá var skýrt dæmi um spillingu og hroka fráfarandi ríkisstjórnar. Með nýrri ríkisstjórn er farið að ráða fagmenn til verka í stað gæludýra spillingarflokksins. Betri stjórnsýsla leysir flokkslegt gerræði af hólmi. Indriði mundi aldrei nýta aðstöðuna sér til fjárhagslegs ávinnings. Nú er bara Davíð einn eftir af merkisberum vanhæfninnar.