Vanhæfasti flokkurinn

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði landinu í tæpa tvo áraugi. Hann bjó til græðgiskerfið, sem nú er hrunið. Hann var afkastamestur í spillingu, fyrst með Framsókn og síðan með Samfylkingunni. Hann bjó til ástand, þar sem ekki var spurt um hæfni, heldur um flokksskírteini. Hann taldi sig réttborinn til valda og gargar bara, þegar kvígildi hans eru hreinsuð út. Samanber grein Kjartans Gunnarssonar í Mogganum í gær. Sjálfstæðisflokkurinn brenndi eigur þjóðarinnar og hafði af henni æruna. Sjálfstæðisflokkurinn er vanhæfur sem stjórnmálaflokkur. Og sama gildir um nautheimska kjósendur hans og Vöku.