Marco Polo var ekki þar

Ferðir

Rolf Potts ferðast um heiminn fyrir minna en tíu dali á dag. Hefur skrifað um það bækurnar Vagabonding og Marco Polo Didn’t Go There. Hann telur sig kynnast fjarlægum slóðum betur með því að gista á ódýrum stöðum og borða það, sem götusalar bjóða. Hann er eins konar Jack Kerouac nútímans. Getur kannski bent Íslendingum á, hvernig hægt er að ferðast fyrir lítinn pening í kreppunni. Í grein í Guardian lýsir hann, hvernig hann kynntist sekkjapípu-tónlist í Havana á Kúbu. Potts segist ferðast ódýrar en hann lifir heima hjá sér. Kannski lausn fyrir Íslendinga, sem ná ekki lengur endum saman.