Fátæklegar varnir hnípins Geirs

Punktar

Fátækleg voru svör Geirs Haarde við spurningum BBC. Sagðist ekki hafa gert nein mistök, en mundi biðjast afsökunar, ef rannsókn leiddi slíkt í ljós. Vildi ekki ræða einkasamtöl við Davíð Oddsson fyrir hrunið, en mundi gera það við rannsóknina. Játaði, að kannski hefði hann átt að kvarta við Gordon Brown yfir hryðjuverkalögunum. Viðtalið sýndi ákvarðanafælinn og verkkvíðinn mann, sem gat ekki veitt þjóðinni forustu. Enda spurður: “Fólk vildi sjá þig sýna raunverulega forystu, en það sá það ekki, er það nokkuð?” Fátt var um svör við því. “Það er ekki mitt að meta það”, sagði hnípinn Geir.