Enginn hefur umboð til að skuldsetja þjóðina fyrir hundruð milljarða vegna IceSave. Ábyrgð ríkja á innistæðum nær aðeins til sjóða, sem myndaðir voru í því skyni. Það segir tilskipun Evrópusambandsins. Samningamenn sambandsins, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Bretlands heilaþvoðu samningamenn Geirs Haarde fyrr í vetur. Fengu þá til að samþykkja miklu meiri ábyrgð. Endurskipa þarf í samninganefndina, setja þar menn eins og Stefán Má Stefánsson prófessor og Lárus L. Blöndal lögfræðing. Auk þess ber að líta á, að Bretastjórn skaðaði endurgreiðslugetu bankans með því að setja hann á hryðjuverksskrá.