Breitt bak skattgreiðenda

Punktar

Engin ástæða er til, að skattgreiðendur framtíðarinnar beri tjón af völdum hruns frjálshyggjunnar. Ríkisstjórn Geirs Haarde mátti ekki leggja hundruð milljarða króna af væntanlegu skattfé til að greiða tjón innistæðueigenda. Þeir áttu sjálfir að fá að bera sitt tjón. En hún freistaðist til að kasta byrðum á skattgreiðendur. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir má ekki leggja tugi milljarða af væntanlegu skattfé til að greiða tjón skuldara. Hún má bara lengja í lánum og milda vexti. Hún mun samt líklega freistast til að kasta slíkum byrðum á skattgreiðendur. Nú er komið meira en nóg af slíku.c