Basil & Lime er ítalskur staður vinsæll við Klapparstíg, þar sem einu sinni var Pasta Basta. Staðurinn er svartur í borðdúkum, stólum og gólfi. Þjónusta þægileg og fagleg. Maturinn er ekki eins góður og á Primavera, en er ódýrari. Forréttir á 1050 kr, pasta á 1450 kr, fiskur á 2850 kr, kjöt á 3600 kr, eftirréttir á 1250 kr. Villisveppa-risotto var bragðsterkt og -gott, en ekki eins maukað og heima í Feneyjum. Sjávarréttasúpa var fínn matur með sterku kræklingsbragði. Ragú taglitelle var betra en nafnið. Saltfiskur var notalega eldaður, með sterku tómatmauki. Góð viðbót við íslenzkt matarlíf.