Framsókn styður ekki lengur seðlabankafrumvarpið. Hún hefur klofnað milli hægri og vinstri afla og sett aðgerðir í fjármálum í uppnám. Líklega verður Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að fresta komu fulltrúa sinna meðan þetta uppnám stendur. Vont er fyrir ríkisstjórn að sýna veikleika sína. Hún hefur ekki tök á Framsókn, sem þekkir vel haltu mér – slepptu mér, já já og nei nei. Tæpast verður þó myndaður nýr meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðis, það yrði sjálfsvíg Framsóknar. Nær og nær færist þó sú hugsun, að þetta gangi ekki lengur. Jóhanna getur neyðst til að rjúfa þing og boða strax til kosninga.