Trúhneigð fæðubótarþjóð

Punktar

Íslendingar trúa ekki eins mikið á guð og ýmsar aðrar þjóðir. Þeir eru þó ekki trúlausir með öllu, trúa á huldufólk og andafundi og stólpípur. Einna sterkust er trú Íslendinga á fæðubótarefni af ótal tegundum, andoxunarefni, prótein og fitubrennsluefni. Þeir, sem borða fjölbreyttan mat í samræmi við meðmæli Lýðheilsustöðvar, þurfa engin fæðubótarefni. Kannski hinir, sem lifa á ruslfæði. Engin vísindarök eru fyrir fæðubótarefnum. Makalaust er, að við eyddum í fyrra þremur milljörðum króna í fæðubótarefni. 250 tonn af ofsatrú. Þeir rugluðustu borða nánast engan alvörumat, lifa bara á fæðubótarefnum.