Óþarft er að trúa Davíð
ngin ástæða er til að trúa Davíð Oddssyni í nokkru. Hann er ófyrirleitinn og sleipur pólitíkus, sem komst út á spillingu í Seðlabankann. Öllu, sem hann segir, þarf að taka með varúð. Fullyrðingum um sinnuleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde ber ekki að trúa bókstaflega. Ásakanir hans um siðleysi viðskiptabankanna eru samt þess eðlis, að þær þarf að rannsaka. Einnig fullyrðingar hans um sinnuleysið. Allt þarf að koma upp á borð í tengslum við bankahrunið. Hinu er ekki að leyna, að þungu fargi verður létt af þjóðinni, þegar ófyrirleitinn og sleipur pólitíkus hverfur úr Seðlabankanum.