Ég sagði ykkur um daginn frá The Fat Duck, brezka stjörnustaðnum. Honum var lokað vegna veikinda, sem virtust vera matareitrun. Þá höfðu 40 manns kennt sér meins, en þeir eru núna orðnir 400. Feita öndin er fulltrúi matreiðslu, sem komst í tízku um tíma. Hún byggist á efnafræðiþekkingu. Búin eru til furðufyrirbæri á borð við eggja-og-beikon ís. Þessi veitingahús voru afar dýr, þétt setin yfirmönnum fjármálastofnana. Nú er komin kreppa og fíflaleg matreiðsla er ekki lengur í tízku. Sem betur fer, því að hún hafði skaðleg áhrif á matreiðslumenningu Vesturlanda. Teygði áhrif sín hingað til lands.