Engar rannsóknir á forsendum

Hestar

Nánast öll ræktunarhross fara í kynbótakeppni. Þar eru þeim gefnar tuttugu einkunnir, sumar fyrir gerð, aðrar fyrir kosti. Ræktunarmarkmið eru ljós, en forsendur þeirra eru yfirleitt huldar þoku. Á arnarnef eða söðulnef að hafa áhrif á ræktunareinkunn? Hvaða lögun á lend framkallar skeið eða tölt? Þótt hér séu risnir búnaðarháskólar, er ekkert um rannsóknir á forsendum ræktunarmarkmiða. Eru þær eiginlegar þessu kyni eða koma þær frá dönskum kerrubrokkurum? Skeiðlausir hestar fá oft hátt fyrir útlit, hvers vegna? Hátimbrað einkunnakerfi er marklaust, ef forsendur þess eru huldar þoku.