Michelin leiðsögubókunum um matarhús hefur farið fram. Þær eru ekki eins franskar og áður. Flest stjörnuhús bókanna í Evrópu hafa að vísu franska matreiðslu. En japanska bókin gefur japanskri matreiðslu fleiri stjörnur en franskri. Bækurnar eru því orðnar alþjóðlegi. Svo er óþarfi að taka trú á stjörnugjöfina. Bækurnar eru til fleiri hluta nytsamlegar. Um nokkurt skeið hafa matarhús fengið kokkahúfur (Bib Gourmand) í einkunn fyrir fínan mat þríréttaðan á 2000 krónur eða minna. Þeir, sem ekki eru fyrir nýklassíska myndlistareldhúsið (Bocuse) fá því ábendingar við sitt hæfi. Og mitt hæfi.