Ínn og Saga á lægra plani

Fjölmiðlun

Dögg Pálsdóttir segist hafa greitt Ínn 74.700 krónur fyrir að taka við sig sjónvarpsviðtal og Sögu 53.535 krónur í sama skyni. Þetta er skrítið mál, því að fjölmiðlar gera jafnan skýran mun á svokölluðu ritstjórnarefni og auglýsingum. Ingvi Hrafn Jónsson segir þetta ekki hafa verið viðtal, heldur útsendingartíma. Ég skil ekki þá röksemd. Er líka sannfærður um, að notendur Ínn gera ekki slíkan greinarmun. Eins og Saga er Ínn í skítabissniss, sem aldrei hefur tíðkazt hér. Þótt sumt megi ljótt segja um fjölmiðlana, hafa þeir ekki selt aðgang að ritstjórnarefni. Ínn og Saga eru á lægra plani.