Minningargrein um Össur

Fjölmiðlun

AMX er fréttastofa, sem ég nota mikið, einkum slúður smáfuglanna. Hún er utarlega á hægri kantinum og slær skjaldborg um Sjálfstæðisflokkinn. Afar sjaldan er ég sammála henni. En hún er áheyrileg og fundvís á skemmtileg og gagnleg skot. AMX segist vera fremsti fréttaskýringavefur landsins. Slíkt væri kokhreysti hjá hverjum, sem það fullyrti, en það stuðar mig ekki. Er bara eins og að segja, að malt sé nærandi og styrkjandi og bæti meltinguna. AMX.is auðgar frétta- og slúðurflóruna. Þar er ágæt minningargrein um Össur Skarphéðinsson og um söluna á sálu Framsóknar fyrir 300 milljónir króna.