Alþingi samþykkti í dag lög um leyndó í störfum Fjármálaeftirlitsins. Þau eru sögð fjalla um “aukið gegnsæi”. Samkvæmt þeim má ekki birta upplýsingar, sem stofnunin telur stefna hagsmunum fjármálamarkaðarins í hættu. Sú spillta stofnun telur allar upplýsingar stefna slíkum hagsmunum í hættu. Mér sýnast lögin staðfesta afkáraleg störf stofnunarinnar til þessa. Þingmenn hafa verið rækilega úti að aka í dag. Þetta minnir á lögin um upplýsingaskyldu stjórnvalda, sem lokuðu á allar upplýsingar. Höfundur og túlkuður þeirra er núna formaður rannsóknarnefndar Alþingis. Við eigum því ekki von á góðu.