Seðlabanka-pólitíkusar

Punktar

Hannesi Hólmsteini og Halldóri Blöndal var steypt úr bankaráði Seðlabankans. Það er fínt, en að öðru leyti er þar sama tóbakið. Þar er forni ráðherrann Ragnar Arnalds, uppgjafapólitíkusinn Ágúst Einarsson og fleiri flokkshestar. Siðvæðing samfélagsins hefur aðeins að hálfu haldið innreið í Seðlabankann. Það sýnir, að fjórflokkurinn hefur enn sterk flokkstök á ríkinu. Jafnvel í ráði, sem er áberandi og ætti að vera fullt af þar til hæfum sérfræðingum.