Fínn hádegismatur í Humarhúsinu í dag. Fyrst hrá hrefna kryddlegin, svonefnt sashimi, með þurrkuðum engifer, örlítið krydduðum piparrót. Svo Hríseyjar-kræklingur í skelinni með smásöxuðu grænmeti, sterkri kræklingasúpu og kartöflustöppu. Hrefnan fín og kræklingurinn frábær. Stappan var óþörf. Bláberjaís með súkkulaðiköku og jarðarberjum fyllti upp með hitaeiningum. Heimagert konfekt með kaffinu. Humarhúsið er eitt þriggja beztu veitingahúsa Íslands, með næmri matreiðslu á fiski. Er utan við tízku myndlistar- og höggmyndaeldhúsa. Hádegis tveggja rétta á 2900, þriggja rétta á 3400 krónur.