Sumir telja mestu máli skipta að bæta tjón innistæðueigenda. Þeir meta fé meira en fólk. Þannig var síðasta ríkisstjórn. Aðrir telja mestu máli skipta að bæta tjón skuldara. Þeir meta fólk meira en fé. Þannig er nýja stjórnin. Hvorir tveggja vilja, að börn okkar og barnabörn borgi brúsann. Við hinir erum síðan fáir, sem teljum skyldu okkar að vernda börn okkar og barnabörn fyrir ríkisstjórnum frjálshyggju og sósíalisma. Við viljum, að ríkið borgi engin tjón, eigendur innistæðna fái ekki eina krónu og skuldarar fái bara lengingu og lægri vexti. Við heyrumst fáir meðal pólitíkusa og álitsgjafa.