Uppruna- og umhverfisvottorð

Punktar

Upprunamerki á íslenzkum sjávarafurðum hefur gildi, samanber slík merki á vörum frá Ísrael. Ég ætlaði að kaupa klettasalat um daginn, hrökk við, þegar ég sá pakkann merktan Ísrael. Hætti við að kaupa, því að orðið Ísrael hefur neikvæða ímynd í huganum. Viðhorf útlendinga til íslenzks upprunamerkis geta líka verið upp og ofan. Geta til dæmis tengst skoðun þeirra á hvalveiðum og stóriðju og ofveiði. Til að upprunavottorð komi að gagni, þarf áður að vera til umhverfisvottorð um sjálfbæran atvinnuveg. Til dæmis Marine Stewardship Council. Íslenzkur sjávarútvegur hefur enga slíka vottun og fær hana ekki.