Gegnsæi án heimsendis

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tregðuðust lengst við að gefa upplýsingar um fjármál sín og styrkjendur. Sjálfsagt hafa þeir talið þetta vera viðkvæm einkamál. Nú hafa þeir gefizt upp og fjármálin orðin gegnsæ. Birtar eru gamlar tölur frá 2007. Vonandi gengur betur að svæla út tölur ársins 2008. Og hvað hefur gerzt, eru menn í sjokki? Því fer fjarri, fólk les bara listana án þess að gera sér rellu út af, hver styrkir hvern. Eina fréttin var, að Neyðarlínan styrkti bara Sjálfstæðis, og er það raunar vel við hæfi. Gegnsæið er ekki eins skelfilegt og óvinir þess hafa haldið fram.