Skapandi færi í fimm borgum

Punktar

Skapandi stétta bíða tækifæri erlendis, þegar kreppir að hér heima. Ekki þarf að fara lengra en til Kaupmannahafnar. Þar er fullt af fyrirtækjum, sem skortir starfsfólk í hönnun og sköpun, tölvum og þekkingu. Næst kemur Barcelona, sem hefur svipað aðdráttarafl. Síðan koma Amsterdam, Dublin og Vínarborg. Flestar þessar borgir eru Íslendingum að góðu kunnar. Samkvæmt rannsókn á vegum Hamborgar eru þetta fimm borgir tækifæranna. Tilefni rannsóknarinnar var, að Hamborg vildi finna, hvernig hún gæti komizt í þennan úrvalsflokk. Þar sem 42%-65% mannaflans eru í skapandi greinum.