Svo fór, sem vitað var, að ekki nægði einfaldur meirihluti á Alþingi til að taka upp persónukjör. Frumvarpið verður að bíða næsta þings. Þá verður það væntanlega að lögum. Allir flokkar aðrir en Flokkurinn styðja málið. Og þá mun Flokkurinn ekki hafa þingmannafjölda til að stöðva það. Kjósendur skilja, að málið næst ekki fram núna, enda hafa prófkjör verið notuð hjá fjórflokknum. Frumvarpið um persónukjör er ein helzta ástæða þess, að Samfylkingin mun illa geta endurnýjað samstarf við Flokkinn eftir kosningar. Til slíks stendur að vísu hugur ýmissa frjálshyggjumanna í þingliði hennar.